Grant: Þetta er ekki búið

Avram Grant sendir sínum mönnum tóninn eftir að þeir fengu …
Avram Grant sendir sínum mönnum tóninn eftir að þeir fengu á sig jöfnunarmarkið í kvöld. Reuters

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði eftir jafnteflið gegn Wigan í kvöld að sínir menn væru alls ekki úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn. Lið hans er nú fimm stigum á eftir Manchester United þegar fjórum umferðum er ólokið.

„Við erum enn með í baráttunni. Hún er orðin erfiðari en við gefum ekkert eftir. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik, sýndum einn okkar besta leik og fengum fullt af marktækifærum. En svona er fótboltinn. Ef mark númer tvö kemur ekki, og menn gæta ekki að sér, þá gerist þetta. Eitt af vandamálum okkar í vetur er að nýta ekki marktækifærin. Ég veit ekki hver ástæðan er, kannski skortur á einbeitingu," sagði Grant við fréttamenn eftir leikinn í kvöld.

Emile Heskey jafnaði metin fyrir Wigan, 1:1, á annarri mínútu í uppbótartíma, eftir að Michael Essien hafði komið Chelsea yfir á 55. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert