Ronaldo með sex marka forskot

Cristiano Ronaldo er líklegur til að verða markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar …
Cristiano Ronaldo er líklegur til að verða markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Reuters

Portúgalinn Cristiano Ronaldo, Manchester United, hefur sex marka forskot á Spánverjann Fernando Torres, á listanum yfir markahæstu leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.

Báðir voru Ronaldo og Torres á skotskónum um helgina en útlendingarnir í ensku úrvalsdeildinni eru áberandi á meðal markahæstu leikmanna í deildinni.

Þessir eru markahæstir:

28 - Cristiano Ronaldo, Manchester United

22 - Fernando Torres, Liverpool

20 - Emmanuel Adebayor, Arsenal

15 - Roque Santa Crus, Blackburn

14 - Dimitar Berbatov, Tottenha,

14 - Robbie Keane, Tottenham

13 - Benjani, Manchester City

13 - Yakubu, Everton

12 - Jermain Defoe, Portsmouth

12 - Carlos Tevéz, Manchester United

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert