Stoke á toppnum

Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke City.
Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke City. Reuters

Gamla Íslendingaliðið Stoke City, sem sjálfsagt margir Íslendingar bera þó enn sterkar taugar til, sigraði Coventry City á útivelli á laugardag. Stoke trónir nú á toppi 1. deildarinnar í Englandi með 72 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Raunar á WBA leik til góða, en liðið situr í öðru sæti, einu stigi á eftir Stoke.

Fyrstu tvö sætin í 1. deildinni veita keppnisrétt í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil, en liðin sem hafna í þriðja til sjötta sæti keppa í úrslitakeppninni um þriðja lausa sætið í úrvalsdeildinni.

Stoke er þegar öruggt með að komast í úrslitakeppnina. Liðið gæti þó tekið stórt skref í átt að öruggu sæti í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð vinni þeir Bristol City næsta laugardag, en Bristol City er í þriðja sæti 1. deildarinnar með 71 stig, einu stigi minna en Stoke hefur.

Spennandi lokasprettur

Það verður því spennandi að fylgjast með lokaspretti 1. deildarinnar, hvort gamla Íslendingafélagið muni loks leika í deild hinna bestu á Englandi á komandi leiktíð.

Stoke var síðast í efstu deild á Englandi leiktíðina 1984-1985 og þá fékk liðið aðeins 17 stig sem á þeim tíma var met. Það met stóð í 21 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert