Arsenal hefur augastað á Gomes

Heurelho Gomes þakkar æðri máttarvöldum fyrir sigur sinna manna.
Heurelho Gomes þakkar æðri máttarvöldum fyrir sigur sinna manna. Reuters

Arsenal hefur augastað á brasilíska markverðinum Heurelho Gomes sem er á mála hjá hollenska meistaraliðinu PSV Eindhoven. Gomes er 27 ára gamall, stór og stæðilegur markvörður sem hefur oftar en ekki sýnt snilli sína á milli stanganna með hollenska liðinu.

Nær öruggt er talið að Þjóðverjinn Jens Lehmann yfirgefi Arsenal í sumar og þá hefur Arsene Wenger ekki verið neitt sérlega ánægður með Spánverjann Manuel Almunia sem nýlega framlengdi samning sinn við félagið.

Reikna má með að Arsenal verði ekki eitt um að reyna að fá Gomes en vitað er af áhuga AC Milan en Brasilíumaðurinn skrifaði undir nýjan samning við PSV í desember og er ekki falur fyrir minna en 20 milljónir evra að sögn forráðamanna PSV en sú upphæð jafngildir um 2,3 milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert