Capello: Rooney er framtíðar fyrirliði

Wayne Rooney er öllum kostum búinn til að verða fyrirliði …
Wayne Rooney er öllum kostum búinn til að verða fyrirliði Englands, að mati Capellos. Reuters

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, telur að Wayne Rooney eigi eftir að verða landsliðsfyrirliði Englendinga, enda sé hann öllum kostum búinn til þess að taka það embætti að sér.

Capello kveðst ætla að prófa sig áfram með fyrirliða í hópi sínum áður en hann tilkynnir fyrirliða til lengri tíma þegar kemur að leikjunum í undankeppni HM í haust. Rooney, sem er 22 ára gamall, er einn þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar.

„Rooney er ungur en ég tel að hann geti orðið fyrirliði Englands í fyllingu tímans. Hann er leiðtogi og sýnir gott fordæmi í leik. Við þurfum að gefa honum meiri tíma til að öðlast frekari reynslu og þroska. Það jákvæða er að hann hefur enn svigrúm til að taka miklum framförum. Hann er hæfileikaríkasti ungi leikmaðurinn sem Englendingar eiga og er góður á öllum sviðum. Það eina sem hann getur bætt er að nýta marktækifærin, en ég er viss um að hann á eftir að gera það," sagði Capello og kvaðst ekki vera búinn að gera upp hug sinn um hver verði fyrirliði í vináttuleiknum gegn Bandaríkjunum í næsta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert