Ferdinand mun skrifa undir nýjan fimm ára samning

Rio Ferdinand fagnar sigri Manchester United á Arsenal í fyrradag.
Rio Ferdinand fagnar sigri Manchester United á Arsenal í fyrradag. Reuters

Rio Ferdinand varnarmaðurinn sterki hjá Manchester United hefur samþykkt að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið að sögn umboðsmanns hans. Ferdinand kom til Manchester United frá Leeds árið 2002 og hefur verið kjölfestan í vörn liðsins.

Ferdinand, sem er 29 ára gamall, hefur leikið 180 leiki fyrir United frá árinu 2002 og hefur skorað í þeim 6 mörk.  Talið er að nýi samningurinn feli í sér að Ferdinand fái 130.000 pund í vikulaun sem jafngildir um 19 milljónum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert