Spáir því að Rijkaard taki við Chelsea

Frank Rijkaard þjálfari Barcelona.
Frank Rijkaard þjálfari Barcelona. Reuters

Pat Niven fyrrum leikmaður Chelsea býst við því að Frank Rijkaard þjálfari Barcelona taki við knattspyrnustjórastarfinu hjá Chelsea í sumar og leysi Ísraelann Avram Grant af hólmi.

Grant er undir miklum þrýstingi í kjölfar jafntefli Chelsea gegn Wigan í fyrrakvöld en með því missti Lundúnarliðið líklega af lestinni í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef Frank Rijkaard yrði ráðinn til Chelsea í sumar,“ sagði Niven við fréttavef BBC en hann segir að Ítalinn Gianfranco Zola hljóti einnig að koma til greina í starfið.

Niven segir að Grant sé ekki hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum Chelsea en þeir eru mjög ósáttir við að liðið tapaði fyrir Tottenham í úrslitum deildabikarsins, tapaði fyrir Barnsley í bikarnum og allt vitlaust varð á meðal stuðningsmannanna þegar Chelsea gerði 1:1 jafntefli við Wigan.

„Það var ótrúlega furðuleg ákvörðun Grant að hvíla Drogba og Carlvahlo í leiknum við Wigan en skrítnara var að hann geymdi Joe Cole á bekknum í fyrri hálfleik og spilaði Florent Malouda sem var gjörsamlega vonlaus,“ segir Nevin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka