Ben-Haim fær háa sekt

Tal Ben-Haim Ísralsmaðurinn í liði Chelsea.
Tal Ben-Haim Ísralsmaðurinn í liði Chelsea. Reuters

Ísraelski varnarmaðurinn Tal Ben-Haim hefur verið sektaður um 80.000 pund, jafnvirði 11,7 milljóna króna, af Chelsea fyrir ummæli sem hann hafði um knattspyrnustjórann Avram Grant í blaðaviðtali.

Ben-Haim sagðist aldrei hafa farið til Chelsea ef hann hefði vitað að Grant ætti að taka við þjálfun liðsins en Ísraelsmaðurinn var keyptur til Chelsea í tíð Jose Mourinho.

Ben-Haim hefur ekki verið í náðinni hjá landa sínum Grant og hefur ekkert spilað með liðinu síðustu tvo mánuði. Og eftir þessa uppákomu má ljóst vera að mikið þarf að gerast svo að Grant tefli Ben-Haim fram en hann kom til Chelsea frá Bolton.

Sektin er talin verða 80.000 sem jafngildir tveggja vikna launum hans hjá Lundúnaliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert