Chelsea hirti þrjú stig á Goodison Park

Nicolas Anelka hjá Chelsea og Phil Neville hjá Everton eigast …
Nicolas Anelka hjá Chelsea og Phil Neville hjá Everton eigast við í leiknum í kvöld. Reuters

Chelsea sigraði Everton, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park, heimavelli Everton í Liverpool, í kvöld og er þá aðeins tveimur stigum á eftir Manchester United í einvígi liðanna um enska meistaratitilinn.

Chelsea komst yfir á 41. mínútu eftir laglegt spil. Michael Essien slapp innfyrir miðja vörn Everton eftir þríhyrningsspil og viðkomu boltans í varnarmanni, og lyfti boltanum yfir Tim Howard og í markið, 0:1.

Chelsea er þá komið með 78 stig og á þrjá leiki eftir. Manchester United er með 80 stig og á fjóra leiki eftir, og sækir Blackburn heim á laugardaginn.

Stór skörð voru höggvin í lið Chelsea fyrir leikinn en þar vantaði m.a. Frank Lampard, Michael Ballack og Didier Drogba.

Lið Everton: Howard - Hibbert, Lescott, Yobo, Neville - Pienaar, Jagielka, Carsley, Fernandes - Johnson, Yakubu.
Varamenn: Gravesen, Baines, Anichebe, Rodwell, Wessels.

Lið Chelsea: Cech - Ferreira, Terry, Carvalho, A.Cole - Wright-Phillips, Essien, Obi, J.Cole - Kalou, Anelka.
Varamenn: Malouda, Makelele, Shevchenko, Alex, Hilario.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert