Spánverjinn Fernando Torres framherji Liverpool hefur alla burði til að skrá nafn sitt í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar. Torres er einu marki frá því að jafna met Hollendingsins Ruud Van Nistelrooy yfir þá útlendinga sem hafa skorað flest mörk á sínu fyrsta tímabili í deildinni.
Torres er líklegur til að slá þetta met því hann hefur verið sjóðheitur fyrir framan mark andstæðinganna og Liverpool á fjóra leiki eftir gegn Fulham, Birmingham, Manchester City og Tottenham.
Útlendingarnir sem hafa skorað flest mörk á sínu fyrsta tímabili:
23 - Ruud van Nistelrooy, Manchester United 2001/2002
22 - Fernando Torres, Liverpool 2007/2008
20 - Jürgen Klinsmann, Tottenham 1994/1995
18 - Ole Gunnar Solskjær, Manchester United 1996/1997
18 - Benni McCarthy, Blackburn 2006/2007
17 - Thierry Henry, Arsenal 1999/2000
17 - Mark Viduka, Leeds 2000/2001
15 - Roque Santa Cruz, Blackburn 2007/2008