Torres einu marki frá meti Nistelrooy

Fernando Torres fagnar marki sínu gegn Blackburn um síðustu helgi.
Fernando Torres fagnar marki sínu gegn Blackburn um síðustu helgi. Reuters

Spánverjinn Fernando Torres framherji Liverpool hefur alla burði til að skrá nafn sitt í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar. Torres er einu marki frá því að jafna met Hollendingsins Ruud Van Nistelrooy yfir þá útlendinga sem hafa skorað flest mörk á sínu fyrsta tímabili í deildinni.

Torres er líklegur til að slá þetta met því hann hefur verið sjóðheitur fyrir framan mark andstæðinganna og Liverpool á fjóra leiki eftir gegn Fulham, Birmingham, Manchester City og Tottenham.

Útlendingarnir sem hafa skorað flest mörk á sínu fyrsta tímabili:

23 - Ruud van Nistelrooy, Manchester United 2001/2002
22 - Fernando Torres, Liverpool 2007/2008
20 - Jürgen Klinsmann, Tottenham 1994/1995
18 - Ole Gunnar Solskjær, Manchester United 1996/1997
18 - Benni McCarthy, Blackburn 2006/2007
17 - Thierry Henry, Arsenal 1999/2000
17 - Mark Viduka, Leeds 2000/2001
15 - Roque Santa Cruz, Blackburn 2007/2008

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert