Brown mun gera nýjan samning við Man Utd

Wes Brown á hér í höggi við Ryan Babel í …
Wes Brown á hér í höggi við Ryan Babel í leik Manchester United og Liverpool. Reuters

Nýr fjögurra ára samningur Wes Brown við Manchester United er í burðarliðnum og er reiknað með að varnarmaðurinn sterki skrifi undir samninginn á næstu tveimur vikum.

Núgildandi samningur Brown við Englandsmeistarana rennur út í sumar og fyrir nokkrum vikum sigldu samningaviðræður í strand en Brown fór fram á töluverða launahækkun sem forráðamenn United voru ekki tilbúnir að sættast á.

Að því er heimildir breska blaðsins Daily Mail herma er Manchester United nú reiðubúið að greiða Brown 60.000 pund í vikulaun sem jafngildir 8,8 milljónum króna og er við því búist að Brown skrifi undir samninginn eftir leikina við Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Wes Brown á hér í höggi við Florent Malouda í …
Wes Brown á hér í höggi við Florent Malouda í leik Manchester United og Chelsea. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert