Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United greindi frá því á vikulegum fréttamannafundi á Old Trafford í dag að þeir Rio Ferdinand, Michael Carrick og Wes Brown hafi allir skrifað undir nýja samninga við Manchester United.
Samningur Ferdinands mun gilda til ársins 2013 en hann gekk í raðir Manchester United frá Leeds árið 2002 og var kaupverðið 30 milljónir punda.
Carrick kom til United frá Tottenham fyrir tveimur árum og greiddi United 18,6 milljónir punda fyrir miðjumanninn.
Brown hefur allan sinn feril leikið með Manchester United en samningur hans átti að renna út í sumar. Á tímabili leit allt út fyrir að hann færi frá ensku meisturunum í sumar enda sigldu samningaviðræður við hann í strand fyrir nokkrum vikum.
Þá upplýsti Ferguson að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic hafi náð sér af meiðslunum sem hann hlaut í leiknum við Roma og sé klár í slaginn gegn Blackburn sem og Portúgalinn Nani en báðir hafa þeir verið frá í síðustu leikjum.