Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli

Ashley Cole og Steven Gerrard í baráttunni á Anfield í …
Ashley Cole og Steven Gerrard í baráttunni á Anfield í kvöld. Reuters

Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1:1, í fyrri orrustu liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en liðin áttust við á Anfield. í kvöld. Norðmaðurinn John Arne Riise tryggði Chelsea jafnteflið þegar hann skoraði sjálfsmark í uppbótartíma en Hollendingurinn Dirk Kuyt skoraði mark Liverpool undir lok fyrri hálfleiks.

Liðin eigast við í síðari leiknum á Stamford á miðvikudag í næstu viku og sigurvegarinn í þeim leik kemst í úrslitaleikinn sem fram fer í Moskvu.

Textalýsing frá leiknum er hér að neðan:

2. Chelsea fær aukaspyrnu rétt utan vítateigs en skot frá Didier Drogba fer beint í varnarvegginn.

Tíu mínútur eru liðnar af leiknum á Anfield og hefur Chelsea verið mun sterkari aðilinn. Leikurinn hefur að mestu farið fram á vallarhelmingi Liverpool en engin færi hafa litið dagsins ljós.

13. Dirk Kuyt er við það að komast í gott færi. Hann fékk langa sendingu innfyrir vörn Chelsea frá Alonso en fyrsta snerting Hollendingsins var ekki góð og færið fór í súginn.

Fyrri hálfleikurinn á Anfield er hálfnaður og leikurinn í miklu jafnvægi. Liðin bera greinilega mikla virðingu fyrir hvert öðru og baráttan er allsráðandi.

29. Didier Drogba fellur í vítateignum eftir viðskipti við Jamie Carragher. Chelsea menn heima vítaspyrnu en dómarinn lætur leikinn halda áfram.

31. Fernando Torres kemst í dauðafæri, einn gegn Petr Cech eftir sendingu frá Gerrard en skot Spánverjans fer beint í Cech. Langbesta færi leiksins.

42.MARK!! Dirk Kuyt kemur Liverpool yfir eftir mikinn flumrugang í vörn Chelsea. Boltinn féll fyrir fætur Hollendingsins rétt utan markteigsins og Petr Cech réði ekki við fast skot hans.

Konrad Pladz dómari hefur flautað til leikhlés. Liverpool er 1:0 yfir með marki Dirk Kuyt í jöfnum og frekar tilþrifalitlum leik.

Síðari hálfleikurinn fer vel af stað. Hraðinn er meiri og leikurinn hefur opnast mikið. Leikmenn Liverpool pressa liðsmenn Chelsea mjög framarlega og eiga Lundúnadrengir í talsverðum vandræðum.

59. Ryan Babel með gott skot að mark Chelsea utan vítateigs sem fer naumlega framhjá markinu.

61. Fabio Aurelio vinstri bakvörður Liverpool-liðsins verður að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og í hans stað kemur Norðmaðurinn John Arne Riise.

63. Avramt Grant, stjóri Chelsea, gerir breytingu á sínu liði. Joe Cole er kallaður af velli og inná í hans stað kemur Salomon Kalou.

68. Chelsea á góða sókn sem endar með því að Florent Malouda kemst í gott færi en Javier Mascherano náði að komast í veg fyrir skotið og bjarga í horn. Chelsea er aðeins að sækja í sig veðrið.

74. Rafael Benítez gerir breytingu á liði sínu. Ryan Babel fer að velli og Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun leysir hann af hólmi.

83. Steven Gerrard á frábæra skottilraun sem Petr Cech gerir vel í að verja í horn.

84. Nicolas Anelka, fyrrum framherji Liverpool, kemur inná í lið Chelsea fyrir Þjóðverjann Michael Ballack sem hefur haft fremur hægt um sig.

Uppbótartíminn á Anfield eru 4 mínútur.

88. John Terry, fyrirliði Chelsea, fær að líta gula spjaldið. Fyrsta og eina spjaldið sem fer á loft í kvöld.

89. Torres með skot úr vítateignum eftir hornspyrnu en Cech er vel á verði í marki Chelsea.

90. MARK!! Norðmaðurinn John Arne Riise verður fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark eftir fasta fyrirgjöf frá Kalou. Fyrsta mark Riise á leiktíðinni en því miður fyrir hann í eigið mark.

Fyrir leik:

Michael Essien tekur út leikbann í liði Chelsea og Michael Ballack náði að komast í gegnum læknisskoðun en allt stefndi í að Þjóðverjinn yrði ekki með.

Þrír leikmenn Liverpool eiga á hættu að missa af síðari leiknum. Steven Gerrard, Jamie Carragher og Fabio Aurélio eru allir með gult spjald á bakinu og fái þeir annað eru þeir komnir í eins leiks bann.

Liverpool: Reina - Arbeloa, Carragher, Skrtel, Aurélio - Gerrard, Alonso, Mascherano, Kuyt - Babel, Torres. Varamenn: Itandje, Hyypia, Riise, Benayoun, Crouch, Pennant, Leiva.

Chelsea: Cech - Ferriera, Terry, Carvahlo, A.Cole - Ballack, Makelele, Lampard - J.Cole, Drogba, Malouda. Varamenn: Hilarío, Shevchenko, Mikel, Kalou, Alex, Belletti, Anelka.

Dirk Kuyt er í byrjunarliði Liverpool.
Dirk Kuyt er í byrjunarliði Liverpool. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert