Kvennalið Arsenal varð í kvöld Englandsmeistarari í knattspyrnu fimmta árið í röð þegar liðið bar sigurorð af grönnum sínum í Chelsea, 4:1. Venjulega spilar kvennalið Arsenal á Boreham Wood en leikurinn í kvöld fór fram á hinum glæsilega Emirates Stadium.
Emma Whitter kom Chelsea yfir í leiknum en Winger Carney skoraði tvívegis fyrir Arsenal og þær Kelly Smith og Kim Little gerðu sitt markið hvor.
Vic Akers er þjálfari Arsenal en undir hans stjórn hefur liðið orðið enskur meistari 10 sinnum á síðustu 16 árum.