Portúgalska liðið Benfica vill fá Carlos Queiroz aðstoðarþjálfara Manchester United til að taka við þjálfun liðsins og hefur boðið honum fjögurra ára samning.
Portúgalska blaðið A Bola greinir frá þessu í kvöld en félagið hefur verið að leita að eftirmanni Jose Antonio Camacho en Fernando Chalana tók við af honum tímabundið en hefur ekki gengið sem skildi.