Benfica hefur boðið Queiroz fjögurra ára samning

Sir Alex Ferguson og Carlos Queiroz brosmildir eftir sigur sinna …
Sir Alex Ferguson og Carlos Queiroz brosmildir eftir sigur sinna manna. Reuters

Portúgalska liðið Benfica vill fá Carlos Queiroz aðstoðarþjálfara Manchester United til að taka við þjálfun liðsins og hefur boðið honum fjögurra ára samning.

Portúgalska blaðið A Bola greinir frá þessu í kvöld en félagið hefur verið að leita að eftirmanni Jose Antonio Camacho en Fernando Chalana tók við af honum tímabundið en hefur ekki gengið sem skildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert