Leeds öruggt í aukakeppnina

Hið fornfræga félag Leeds United sigraði Yeovil, 1:0, á útivelli í ensku 2. deildinni í knattspyrnu í kvöld og með sigrinum tryggðu Leedsarar sér sæti í aukakeppni fjögurra liða um eitt laust sæti í 1. deildinni.

Dougie Freedman skoraði sigurmarkið í leiknum á 4. mínútu leiksins en Leedsarar léku manni færri síðustu 25 mínúturnar eftir að Alan Sheehan var vikið af velli.

Þegar Leeds á einum leik ólokið í deildinni er það í sjötta sæti með 73 stig en þess ber að geta að liðið hóf leiktíðina með 15 stig í mínus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert