Berbatov gæti farið segir Ramos

Dimitar Berbatov framherji Tottenham.
Dimitar Berbatov framherji Tottenham. Reuters

Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham sagði eftir jafntefli sinna manna gegn Bolton í dag að svo gæti farið að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov færi frá félaginu í sumar.

Berbatov hefur undir smásjá hjá nokkrum stórliðum í Evrópu en Manchester United ásamt spænsku liðunum Real Madrid og Barcelona hafa öll sýnt áhuga á fá Búlgarann til liðs við sig.

Við vitum um stöðuna hjá Berbatov en erum samt alveg rólegir. Komi félag sem er reiðubúið að borga uppsett verð þá er stjórnarformaðurinn tilbúinn í viðræður en auðvitað yrðum við ánægðir að hafa hann hjá okkur,“ sagði Ramos.

Berbatov hefur skorað 23 mörk fyrir Lundúnaliðið á þessari leiktíð en hann kom til þess frá Bayer Leverkusen sumarið 2006 fyrri 10,9 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert