Cristiano Ronaldo, Manchester United, var í kvöld útnefndur leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af leikmönnum deildarinnar annað árið í röð. Cesc Fabregas hjá Arsenal varð fyrir valinu sem besti ungi leikmaðurinn.
Ronaldo, sem er 23 ára gamall, hefur átt frábært tímabil með Englandsmeisturum Manchester United en Portúgalinn snjalli hefur skorað 38 mörk á leiktíðinni og hefur lagt upp mörk fyrir félaga sína.
„Ég mjög ánægður og þetta er frábært stund og mikill heiður að fá þennan titil. Ég lít ekki á þessa viðurkenningu sem ég einn á heldur liðsfélagar mínir. Þeir hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Ronaldo sem hafði betur í baráttunni við Liverpool leikmennina Steven Gerrard og Fernando Torres, Arsenal leikmennina Cesc Fabregas og Emmanuel Adebayor og David James markvörð Portsmouth.
Ronaldo kom einnig til greina sem besti ungi leikmaðurinn en það titil hlaut hann einnig í fyrra. Fabregas stóð uppi sem sigurvegari í þessu vali en aðrir sem voru tilnefndir voru: Torres, Micah Richards, Gabriel Agbonlahor og Ashley Young.
Ronaldo gat ekki verið við útnefninguna þar sem hann er undibúa sig undir slaginn við Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á þriðjudagskvöld og því kom það í hlut knattspyrnustjórans Sir Alex Ferguson að afhenta Ronaldo sigurlaunin.
Sjálfur kaus Emmanuel Adebayor sem besta leikmanninn.