Arsenal sækir botnlið Derby heim á Pride Park í lokaleik 36. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld og þó svo flestir spá því að Manchester United eða Chelsea verði Englandsmeistari á Arsenal enn tölfræðilega möguleika á að hampa titlinum. Vinni liðið í kvöld, sem nær allir gera ráð fyrir, verður það fjórum stigum á eftir United og Chelsea.
Chelsea og Manchester United hafa 81 stig en með sigri í kvöld verður Arsenal með 77 stig. Eini möguleiki Arsenal á að verða meistari er að liðið vinni alla þá þrjá leiki sem það á eftir og að Manchester United og Chelsea fái ekki meira en 1 stig úr síðustu tveimur leikjum sínum.
Leikirnir sem toppliðin þrjú eiga eftir eru:
Man Utd:
West Ham (h)
Wigan (Ú)
Chelsea:
Newcastle (ú)
Bolton (h)
Arsenal:
Derby (ú)
Everton (h)
Sunderland (Ú)