Leikmenn Manchester United saka vallarstarfsmenn Chelsea um að hafa verið með kynþáttarníð gagnvart Frakkanum Patrive Evra í uppákomunni sem varð eftir leik Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge á laugardaginn.
Nokkrir leikmenn United sem ekki tóku þátt í leiknum, Evra, Paul Scholes, John O'Shea, Gerard Pique, Ji-Sung Park og Gary Neville voru að skokka eftir leikinn þegar til átaka kom á milli vallarstarfsmanna og leikmanna Manchester-liðsins.
Í viðali við breska blaðið Guardian í morgun segir Carlos Tevez að kveikjan af handarlögmálunum hafi verið sú að starfsmenn Chelsea hafi hrópað ókvæðisorð að Evra og hafi verið um kynþáttarníð að ræða.
„Ég held að myndir úr öryggismyndavélum sýni fram á hvað gerðist. Ég hef aldrei upplifað eitthvað þessu líkt á mínum ferli og ef rannsókn fer af stað hjá enska knattspyrnusambandinu þá munum við glaðir gefa skýringu á því sem gerðist,“ segir Tevez.