Scholes skaut Man Utd til Moskvu

Paul Scholes fagnar glæsimarki sínu,
Paul Scholes fagnar glæsimarki sínu, Reuters

Manchester United leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu eftir 1:0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum á Old Trafford í kvöld. Paul Scholes skaut Englandsmeisturum til Moskvu en hann skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti á 14 mínútu leiksins sem hafnaði efst í markhorninu.

Leikurinn var mjög spennandi og fjörugur og allt annar og betri leikur en liðin buðu uppá í fyrri leiknum á Camp Nou þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli. Börsungar sóttu grimmt á lokakafla leiksins en vörn United hélt velli og þegar Herbert Fandel dómari flautaði til leiksloka ætlaði allt um kolla að keyra á Old Trafford.

Eiður Smári Guðjohnsen lék 5 síðustu mínúturnar og hreint ótrúlegt að Frank Rijkaard þjálfari Börsunga skildi ekki skella honum fyrr inná en ljóst er að Barcelona vinnur engan titil á tímabilinu og Rijkaard fær nær örugglega reisupassann í sumar.

Textalsýsing frá leiknum er hér að neðan:

Það er mikill hraði í upphafi leiksins en það má glöggt greina taugaveiklun hjá leikmönnum beggja liða enda mikið í húfi. 

14. MARK!! Paul Scholes skorar glæsilegt mark fyrir Manchester United. Skot hans af um 25 metra færi fer efst í markhornið án þess að Victor Valdez komi nokkrum vörnum við. Fyrsta mark Scholes í átta mánuði fyrir United.

19. Lionel Messi á gott skot að marki United eftir mikinn einleik en Edwin van der Sar ver afar vel.

21. Ji-Sung Park á lúmskt skot sem smýgur framhjá marki Börsunga.

Markið sem Scholes skoraði á 14 mínútu hefur greinilega slegið leikmenn Barcelona nokkuð út af laginu.

33. Ágætri sókn Barcelona lýkur með skoti frá Deco sem fer nokkuð yfir markið. Börsungar eru aðeins að koma til baka eftir að hafa lent undir.

36. Deco er aftur á ferðinni en fast skot Portúgalans fer rétt framhjá marki United.

41. Nani skallar framhjá marki Barcelona úr dauðafæri eftir frábæra fyrirgjöf frá Park.

Hebert Fandel hefur flautað til leikhlés á Old Trafford. Manchester United er 1:0 yfir í skemmtilegum og afar spennandi leik.

Síðari hálfleikur er hafinn og hafa engar skiptingar verið gerðar á liðunum.

52. Gianluca Zambrotta fær að líta gula spjaldið fyrir brot á Patrice Evra. United sækir nú grimmt að marki Börsunga.

53. Herbert Fandel lyftir gula spjaldinu aftur á loft og nú er það Deco sem fær það fyrir mótmæli.

56. Manhester United í stórsókn og Carlos Tevez á gott skot sem fer beint á Valdez.

60. Thierry Henry kemur inná í lið Barcelona fyrir Andrés Iniesta.

63. Michael Carrrik fær að líta gula spjaldið fyrir að brjóta á Lionel Messi sem var að geysast að marki United.

67. Cristiano Ronaldo fær gult spjald fyrir brot á Ítalanum Zambrotta en  þeir hafa háð margar rimmur í kvöld.

69. Enn eitt spjaldi á loft og nú er það Yaya Toure sem fær það sem þýðir að Fílabeinsstrendingurinn er kominn í leikbann.

71. Samuel Eto'o er kallaður af velli í liði Barcelona og táningurinn Bojan Krkic tekur stöðu hans.

76. Tvölfölt skiping hjá United. Giggs og Fletcher koma inná fyrir Scholes og Nani.

80. Thierry Henry á lúmskt skot sem Van der Sar ver örugglega. Spennan er gríðarlega mikil á Old Trafford, jafnt innan sem utan vallar.

86. Eiður Smári Guðjohnsen kemur inná liði Barcelona fyrir Toure. Börsungar reyna allt sem þeir geta til að jafna metin sem myndi tryggja þeim sæti í úrslitum.

88. Patrice Evra er borinn af velli eftir þungt högg sem hann fékk á andlitið. Hugsanlega er hann kinnbeinsbrotinn. Mikael Silvestre tekur stöðu landa síns.

Fyrir leik: 

Wayne Rooney og Nemanja Vidic komust ekki í gegnum læknisskoðun og taka ekki þátt í leiknum. 

Manchester United hefur unnið síðustu 11 leiki sína á heimavelli í Meistaradeildinni sem er met.

Manchester United hefur tapað tvisvar sinnum á heimavelli gegn spænskum liðum í 16 leikjum.

Barcelona og Manchester United eru einu taplausu liðin í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Wes Brown á hér í höggi við Lionel Messi á …
Wes Brown á hér í höggi við Lionel Messi á Old Trafford í kvöld. Reuters
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru í eldlínunni á Old …
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru í eldlínunni á Old Trafford í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert