Manchester United er verðmætasta knattspyrnuliðið í veröldinni samkvæmt úttekt viðskiptatímaritsins Forbes. Englandsmeistararnir eru metnir á 905 milljónir punda eða sem svarar 133 milljörðum íslenskra króna.
Í öðru sæti eru Spánarmeistarar Real Madrid sem er metið á 646 milljónir punda, 95 milljarða króna, Arsenal er í þriðja sæti en það er metið á 603 milljónir punda, 89 milljarða íslenskra króna.
Topp tíu listinn:
1. Manchester United
2. Real Madrid
3. Arsenal
4. Liverpool
5. Bayern München
6. AC Milan
7. Barcelona
8. Chelsea
9. Juventus
10. Schalke