Rangers og Zenit St Petersburg í úrslit

Neil Alexander markvörður Rangers og Kevin Thomson fagna eftir sigurinn …
Neil Alexander markvörður Rangers og Kevin Thomson fagna eftir sigurinn á Fiorentina í kvöld. Reuters

Skoska liðið Rangers og rússneska liðið Zenit St Petersburg leika til úrslita í UEFA-bikarnum. St Petersburg gerði sér lítið fyrir og skellti þýska stórliðinu, 4:0, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum í kvöld og vann samanlagt, 5:1, og Rangers hafði betur á móti Fiorentina þar sem úrslitin réðust í vítakeppni.

Staðan hjá Fiorentina og Rangers var 0:0 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en liðin gerðu markalaust jafntefli á Ibrox vellinum í Glasgow. Ítalska liðið réð lögum og lofum á vellinum en tókst ekki að finna leið í mark Skotanna sem unnu vítakeppnina, 4:2.

Þetta er í fyrsta sinn sem Rangers leikur til úrslita í Evrópukeppni síðan liðið fagnaði sigri í Evrópukeppni bikarhafa árið 1972.

Úrslitaleikurinn fer fram á Manchester Stadium, heimavelli Manchester City, þann 14. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert