Það ræðst í úrslitaleik Manchester United og Chelsea í Meistaradeildinni á Luzhniki vellinum í Moskvu þann 21. maí hvort Cristiano Ronaldo eða Didier Drogba verður markakóngur Meistaradeildarinnar.
Með mörkunum tveimur sem Drogba skoraði gegn Liverpool í gær á hann möguleika á að verða markakóngur en aðeins munar einu marki á honum og Ronaldo.
Ronaldo er markahæstur með 7 mörk en, Drogba, Steven Gerrard, Fernando Torres og Linonel Messi koma næstir með 6 mörk.