O'Neill staðfestir tilboð Liverpool í Gareth Barry

Gareth Barry reynir að stöðva Cristiano Ronaldo í leik Aston …
Gareth Barry reynir að stöðva Cristiano Ronaldo í leik Aston Villa og Manchester United. Reuters

Martin O'Neill knattspyrnustjóri Aston Villa staðfesti í dag að Liverpool hafi lagt inn tilboð í enska landsliðsmanninn Gareth Barry, fyrirliða Aston Villa. Heimilir breskra fjölmiðla herma að tilboð Liverpool hljóði upp á 10 milljónir punda sem jafngildir um 1,5 milljörðum íslenskra króna.

O'Neill sagði á vikulegum fréttamannafundi á Villa Park í dag að Benítez væri tilbúinn að láta Aston Villa fá leikmann í staðinn og gera menn því skóna að það sé annað hvort framherjinn Peter Crouch eða markvörðurinn Scott Carson sem í láni hjá Aston Villa frá Liverpool.

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool segist þurfa að styrkja lið sitt með þremur til fjórum topp leikmönnum og er er Barry efstur á óskalistanum en hann hefur verið lykilmaður Aston Villa liðsins undafarin ár en hann hefur verið í þeirra herbúðum í áratug.

Chelsea er einnig með augastað á Barry sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Villa. Nýlega lét Barry hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér til hreyfings þar sem hann vill komast í þá aðstöðu að berjast um titil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert