Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester var ánægður með sigur sinna manna gegn West Ham í dag og sagði að með honum væri liðið með í sínum höndum að verða meistari og ætti góða möguleika á því.
„Þetta var ákaflega þýðingarmikill sigur og ég var mjög ánægður með hugarfar leikmanna og hvernig þeir léku. Það var gott að ná að skora þetta snemma og létti pressu af okkur. Eftir að misstum Nani útaf með rautt spjald, sem var hárréttur dómur, hugsuðum við við meira um að halda boltanum, verjast vel og vera þolinmóðir og það gekk eftir.
Liðið sýndi á köflum frábæra takta og eins og í leiknum við Barcelona var stemningin á vellinum stórkostleg. Við eigum góða möguleika á að vinna titilinn og ætlum okkur það,“ sagði Sir Alex Ferguson.