Íslendingaliðið Reading tapaði fyrir Tottenham, 1:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni og þegar ein umferð er eftir er Reading í fallsæti. Fulham sigraði Birmingham, 2:0, og heldur þar með í vonina um að bjarga sér frá falli en Reading, Birmingham og Bolton eru liðin sem eru í baráttunni um að fylgja Derby niður en það verður hlutskipti tveggja þeirra.
Wigan og Middlesbrough unnu góða sigra og tryggðu tilverurétt sinn í deildinni en spennan á botninum er mikil. Birmingham hefur 32 stig en Fulham, Reading og Bolton eru öll með 33 og Bolton á leik til góða gegn Sunderland síðar í dag.
Textalýsing frá leikjum dagsins er hér að neðan:
Reading - Tottenham 0:1 (leik lokið)
Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er ekki í leikmannahópnum.
10. Marcus Hahnemann markvörður Reading ver vel frá Darren Bent sem var kominn í gott færi.
15. Robbie Keane skorar með lúmsku skoti, sitt 23. mark á leiktíðinni, eftir góðan undirbúning frá Bent.
Heimenn í Reading eiga í vök að verjast gegn sprækum leikmönnum Tottenham.
74. Darren Bent hársbreidd frá því að koma Tottenham í 2:0 en skot hans fór í innanverða stöngina.
Reading gerir harða hríð að marki Tottenham á lokamínútunum en í tvívang hefur Radek Cerny markvörður Tottenham sýnt snilli sína.
Middlesbrough - Portsmouth 2:0 (leik lokið)
Hermann Hreiðarsson kemur inn í byrjunarlið Portsmouth eftir að hafa afplánað eins leiks bann.
42. Chris Rigott sem kallaður var til baka úr láni hjá Stoke í gær er búinn að koma Middlesbrough yfir með skallamarki.
53. Tyrkinn Tuncay kemur Middlesbrough í 2:0 gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum sem virðast vera komnir með hugann við bikarúrslitaleikinn 17. maí.
Fulham - Birmingham 2:0
Sannkallaður fallslagur og ef allt fer á versta veg gæti Fulham fallið í dag.
55. Bandaríkjamaðurinn Brian McBride er búinn að koma Fulham yfir í þessum mikla fallslag.
32. Finninn Mikael Forsell misnotar algjört dauðafæri fyrir Birmingham.
87. Norðmaðurinn Erik Nevland kemur Fulham í 2:0 og er að tryggja því þrjú dýrmæt stig.
Aston Villa - Wigan 0:2 (leik lokið)
52. Antonio Valencia er búinn að koma gestunum yfir með skoti af um 20 metra færi. Takist Wigan að sigra er liðið öruggt með að halda sæti sínu í deildinni.
65. Antonio Valencia kemur Wigan í 2:0 á Villa Park með fallegu marki eftir samvinnu við Emile Heskey. Wigan er á góðri leið með að bjarga sé frá falli en liðið tekur á móti Manchester United í lokaumferðinni.
Blackburn - Derby 3:1 (leik lokið)
20. Kenny Miller hefur komið botnliðinu yfir og það skildi þó ekki fara að Derby tækist að vinna sinn annan leik á tímabilinu.
45. Roque Santa Cruz náði að jafna metin fyrir heimamenn undir lok hálfleiksins.
47. Jason Roberts er búinn að ná forystunni fyrir Blackburn og það stefnir því í enn einn ósigurinn hjá Derby sem hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu.
81. Roque Santa Cruz er að innsigla sigur Blackburn en Paragævinn skoraði sitt annað mark í leiknum með skalla og kom sínum mönnum í 3:1.