Liverpool sigraði Manchester City, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Anfield.
Staðan var 0:0 í hálfleik og litlu munaði að Manchester City næði forystunni í seinni hálfleik þegar Elano skaut í stöng úr aukaspyrnu. City hafði fram að þeim tíma varla átt hættulega sókn í leiknum.
Fernando Torres skoraði fljótlega eftir það sigurmark Liverpool, 1:0. Hann skoraði þar með í áttunda heimaleik liðsins í röð og sitt 32. mark á tímabilinu.
Dirk Kuyt var nálægt því að bæta öðru marki við fyrir Liverpool þegar hann átti skalla í þverslá. José Reina í marki Liverpool þurfti síðan að vera vel á verði þegar hann varði þrumuskot frá Benjani Mwaruwari úr aukaspyrnu.