West Bromwich Albion og fyrrum Íslendingafélagið Stoke City tryggðu sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hið gamalkunna félag Leicester City féll niður í 2. deild.
WBA og Stoke nægði jafntefli í leikjum sínum í dag til að fara upp. WBA vann QPR á útivelli, 2:0, og tryggði sér meistaratitil deildarinnar í leiðinni. Stoke gerði 0:0 jafntefli við Leicester í nágrannaslag þar sem allt var í húfi hjá báðum liðum. Leicester hefði getað sloppið með þessum úrslitum en Southampton náði að sigra Sheffield United, 3:2, og bjargaði sér frá falli, á kostnað Leicester.
Það verða Hull, Bristol City, Crystal Palace og Watford sem fara í umspil um eitt sæti í úrvalsdeildinni en Scunthorpe og Colchester fara með Leicester niður í 2. deildina.
Stoke City lék síðast í efstu deild í Englandi árið 1985 og hefur lengst af átt erfitt uppdráttar síðan. Undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar komst félagið uppí 1. deild árið 2002 og hefur smám saman styrkt stöðu sína þar síðan.