Nani biðst afsökunar á rauða spjaldinu

Mike Riley rekur Nani af velli í leiknum á Old …
Mike Riley rekur Nani af velli í leiknum á Old Trafford. Reuters

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Nani, sem leikur með Manchester United, hefur beðið félaga sína og stuðningsmenn liðsins afsökunar á að hafa verið rekinn af velli í leiknum gegn West Ham á laugardaginn.

Nani skallaði þá Lucas Neill, varnarmann West Ham, og Mike Riley dómari sendi portúgalska kantmanninn umsvifalaust af velli. Þetta kom ekki að sök fyrir United sem vann öruggan sigur, 4:1.

„Þetta var mjög kjánalegt af mér en ég var reittur til reiði. Ég sé mjög eftir þessu og vil biðja opinberlega afsökunar," sagði Nani við fréttamenn.

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að Nani hefði fyllilega verðskuldað rauða spjaldið. "Hann sýndi mjög óþroskaða framkomu, þetta voru óþarfa viðbrögð hjá honum, og dómarinn gat ekkert gert annað en að reka hann af velli. Það verður tekið á þessu í okkar herbúðum," sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert