Crouch vill fá málin á hreint

Peter Crouch er orðinn þreyttur á að sitja á varamannabekknum …
Peter Crouch er orðinn þreyttur á að sitja á varamannabekknum hjá Liverpool. Reuters

Peter Crouch, sóknarmaður Liverpool og enska landsliðsins, vill fá skýr svör á næstu dögum frá Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Liverpool, um hvort hann sé inni í myndinni varðandi byrjunarlið félagsins á næsta tímabili.

Crouch hefur aðeins byrjað inná í níu leikjum í úrvalsdeildinni í vetur og sagði í samtali við Daily Mirror í dag að það gangi ekki til lengdar. „Ég get ekki gengið í  gegnum annað tímabil eins og þetta. Ég verð að ræða við stjórann og komast að áformum hans, fá hlutina á hreint. Ég verð að komast að því til hvers hann ætlast af mér næsta vetur og meta hvort ég geti sætt mig við það.

Ég verð því að ræða málin við stjórann og forráðamenn félagsins áður en ég tek ákvörðun um hvort ég verið áfram hjá félaginu næsta vetur," sagði Crouch.

Benítez fullyrti fyrir nokkru að Crouch hefði verið boðinn nýr samningur fyrr í vetur en framherjinn hávaxni gerði lítið úr því. Þær samningsviðræður hefðu ekki verið neitt annað en óformlegt spjall í fimm mínútur.

Mörg félög hafa sýnt Crouch áhuga, m.a. Portsmouth, en þar lék hann um skeið fyrir fimm árum. „Það er alltaf þægilegt að vita að ef allt fer úrskeiðis hjá mér hjá Liverpool á ég aðra kosti. Það er því enginn heimsendir þó ég þurfi að leita annað," sagði Peter Crouch.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert