Portúgalinn Cristiano hjá Manchester United hefur staðið sig best allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik.
Þetta kemur örugglega engum á óvart enda hefur Ronaldo leikið frábærlega fyrir Manchester United á leiktíðinni og hefur á undanförnum dögum verið útnefndur leikmaður ársins, bæði af leikmönnum og íþróttafréttamönnum.
Hermann Hreiðarsson er eini Íslendingurinn sem kemst á topp 100 manna listann en Eyjamaðurinn sem hefur leikið svo vel á sínu fyrsta tímabili með Portsmouth er í 81. sæti.
Tíu efstu leikmennirnir á tölfræðilistanum eru:
755 Cristiano Ronaldo, Man. Utd
698 Emmanuel Adebayor, Arsenal
618 Fernando Torres, Liverpool
615 Ashley Young, Aston Villa
602 Roque Santa Cruz, Blackburn
573 Cesc Fabregas, Arsenal
558 Gareth Barry, Aston Villa
552 Carlos Tevez, Man.Utd
534 Steven Gerrard, Liverpool
534 Gabriel Agbonlahor, Aston Villa