Steven Gerrard: Í titilbaráttu á næsta tímabili

Steven Gerrard og Fernando Torres fagna marki.
Steven Gerrard og Fernando Torres fagna marki. Reuters

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segir á vef félagsins að hann reikni með að enda feril sinn hjá Liverpool en hans heitasta ósk er að liðið blandi sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn sem það hefur ekki unnið í 18 ár.

„Ég sé ekki fyrir mér að ég fari nokkurn tímann frá Liverpool en ég vil ekki líta um öxl og segja að ég hafi aldrei verið í baráttunni um titilinn,“ segir Gerrard.

Gerrard hefur tívegis leikið til úrslita með Liverpool í Meistaradeildinni og lyfti Evrópubikarnum á loft 2005 en Liverpool hefur hefur orðið undir í baráttu við Manchester United, Chelsea og Arsenal um enska meistaratitilinn allar götur frá árinu 1990 þegar liðið hampaði titlinum síðast.

„Ég vil svo gjarnan leiða Liverpool upp á næsta stig og ég hef fulla trú að það takist. Ég hef unnið titla með Liverpool en ég sakna eins og ég vil fá hann áður en ég hætti að spila. Mér finnst liðið liðið vera að eflast og styrkjast og við erum hægt og bítandi að nálgast þau bestu. Ég vil því vera í titilbaráttu með Liverpool á næstu leiktíð,“ segir Gerrard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert