Torres setti met en Ronaldo markakóngur

Cristiano Ronaldo var markakóngur úrvalsdeildarinnar en Fernando Torres sló met.
Cristiano Ronaldo var markakóngur úrvalsdeildarinnar en Fernando Torres sló met. Reuters

Spánverjinn Fernando Torres miðherji Liverpool sló met í ensku úrvalsdeildinni þegar hann innsiglaði sigur Liverpool á Tottenham í gær. Torres skoraði þar með 24 mörk í úrvalsdeildinni og er sá erlendi leikmaður sem hefur skorað flest mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni en gamla metið, 23 mörk, átti Ruud Van Nistelrooy.

Cristiano Ronaldo varð markakóngur úrvalsdeildarinnar með 31 mark en þessir leikmenn urðu markahæstir í deildinni:

31 Cristiano Ronaldo, Manchester United

24 Emmanuel Adebayor, Arsenal

24 Fernando Torres, Liverpool

19 Roque Santa Cruz, Blackburn

15 Dimitar Berbatov, Tottenham

15 Robbie Keane, Tottenham

15 Benjani, Manchester City

15 Yakubu, Everton

14 Carlos Tevez, Manchester United

13 John Carew, Aston Villa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert