Ferguson kjörinn knattspyrnustjóri ársins

Alex Ferguson hefur haft mörgu að fagna að undanförnu.
Alex Ferguson hefur haft mörgu að fagna að undanförnu. Reuters

Alex Ferguson heldur áfram að sanka að sér viðurkenningum því í kvöld var hann útnefndur knattspyrnustjóri ársins í Englandi af samtökum knattspyrnustjóra í ensku deildakeppninni.

Þetta er í annað sinn sem Ferguson hlýtur þennan titil en áður var það árið 1999 þegar Manchester United vann bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu undir hans stjórn.

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, hafði unnið titilinn tvö ár í röð, fyrst fyrir að fara með Reading uppí úrvalsdeildina og síðan fyrir að fara með liðið í áttunda sætið þar.

Í þessu kjöri geta sigurvegarar komið úr öllum fjórum deildum ensku knattspyrnunnar því það er miðað við heildarárangur á tímabilinu, með tilliti til þess mannafla sem viðkomandi hafa yfir að ráða.

Ferguson var jafnframt stjóri ársins í úrvalsdeildinni, í 1. deildinni var það Tony Mowbray hjá WBA, í 2. deildinni Roberto Martinez hjá Swansea og í 3. deildinni Graham Turner hjá Hereford.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert