Fregnir frá Spáni herma að Liverpool hafi umsvifalaust hafnað risatilboði frá Chelsea í spænska sóknarmanninn Fernando Torres. Að sögn spænska blaðsins Marca bauð Roman Abramovich, hinn vellauðugi eigandi Chelsea, 40 milljónir punda í Torres sem jafngildir 6,2 milljörðum íslenskra króna.
Forráðamenn Liverpool voru fljótir að hafna tilboði Abramovich og sögðu hann ekki vera til sölu en Torres fór á kostum á sinni fyrstu leiktíð, skoraði 24 mörk í úrvalsdeildinni og skráði nafn sitt í sögubækurnar en enginn erlendur leikmaður hefur skorað meira á sinni fyrstu leiktíð í úrvalsdeildinni.
Spænskir fjölmiðlar segja að knattspyrnustjóri Chelsea, Ísraelinn Avram Grant hafi sett sig í samband við landa sinn hjá Liverpool, Yossi Benayoun, og reynt að fá hann til að hjálpa til að fá Torres til Chelsea.