Yfirlýsing frá Petr Cech

Petr Cech markvörður Chelsea og tékkneska landsliðsins.
Petr Cech markvörður Chelsea og tékkneska landsliðsins. Reuters

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hefur sent frá sér yfirlýsingu á vef Chelsea þar sem hann segir ekkert vera hæft í þeim fréttum að hann sé á förum frá félaginu.

„Vegna frétta undarna vil ég að það komi skýrt til skila til stuðningsmanna Chelsea að ég hef ekki uppi nein áform um að fara frá Chelsea. Ég er mjög ánægður hjá Chelsea. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum og býst við að setjast niður með félaginu við fyrsta tækifæri þar sem rætt verður um framlengingu. Nú er ég hins vegar kominn með hugann við úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ segir í yfirlýsingunni.

Fregnir fjölmiðla hafa meðal annars verið á þann veg að samkvæmt umboðsmanni Cech sé 32 milljón punda tilboð á leiðinni frá ónefndu félagi í Cech og ítalskir fjölmiðlar halda því fram að liðið sé AC Milan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert