Liverpool er í viðræðum við Sammy Lee um að hann gerist aðstoðarmaður Rafaels Benítez knattspyrnustjóra félagsins. Lee lék um árabil með liði Liverpool og varð síðan þjálfari hjá liðinu en hætti hjá því árið 2004.
Lee var í þjálfarateymi enska landsliðsins og tók síðan við knattspyrnustjórastarfi hjá Bolton í stað Sam Allardyce í apríl í fyrra en var sagt upp störfum í október og Gary Megson ráðinn í hans stað.
Benítez hefur verið að svipast um eftir aðstoðarmanni eftir að Pako Ayesteran hætti hjá félaginu í ágúst á síðasta ári.