Fjölgun áhorfenda í ensku úrvalsdeildinni

Cristiano Ronaldo vel fagnað af stuðningsmönnum Manchester United á Old …
Cristiano Ronaldo vel fagnað af stuðningsmönnum Manchester United á Old Trafford. Reuters

4,7% fjölgun áhorfenda var á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á nýliðnu tímabili þrátt fyrir lítilsháttar fækkun hjá Englandsmeisturum Manchester United.

Að jafnaði sóttu 75,691 áhorfandi leiki Manchester United en árið á undan voru þeir 75,826 en Old Trafford tekur 76,212.

Nýliðarnir Sunderland, Birmingham og Derby voru duglegir að draga fólk á heimaleiki sína og góð aðsókn þeirra hjálpaði til að aðsóknin varð meiri á tímabilinu.

Hástökkvararnir var lið Blackburn en 12,2% fjölgun áhorfenda var á heimaleikjum liðsins en 23.916 sóttu að jafnaði leiki Blackburn á Ewood Park.

Mesta fækkun áhorfenda varð hins vegar hjá Bolton en 11.5% fækkun varð hjá liðinu. Að jafnaði mættu 20.901 á Reebok völlinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert