Sammy Lee hefur verið skipaður aðstoðarknattspyrnustjóri Liverpool og hóf hann störf í morgun á æfingasvæði Liverpool, Melwood. Lee, sem er 49 ára gamall, var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Bolton í október en hann var ráðinn til Bolton í stað Sam Allardyce.
Sammy Lee er vel kunnugur Liverpool. Hann lék með liðinu í mörg ár og varð Englandsmeistari, vann Evrópukeppni bikarhafa og enska deildarbikarinn með því og eftir að ferlinum lauk tók hann til starfa sem þjálfari hjá félaginu.
Hann var í þjálfarateymi enska landsliðsins en var ráðinn knattspyrnustjóri Bolton undir lok síðustu leiktíðar þegar Sam Allardyce ákvað að hætta. Lee staldraði hins vegar stutt við hjá Bolton en eftir brösótt gengi í byrjun tímabilsins var hann rekinn og Gary Megson ráðinn í hans stað.