,,Eitthvað sem flesta dreymir um“

David James og Hermann Hreiðarsson verða væntanlega báðir á fullri …
David James og Hermann Hreiðarsson verða væntanlega báðir á fullri ferð með Portsmouth í dag. Reuters

Hermann Hreiðarsson leikur í dag fyrstur íslenskra knattspyrnumanna úrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þegar Portsmouth mætir 1. deildar liðinu Cardiff City.

Hermann verður þó ekki fyrsti Íslendingurinn til að spila úrslitaleik í þessari elstu og virtustu bikarkeppni veraldar því Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea þegar liðið mætti Arsenal í úrslitaleik en sá leikur var háður á Þúsaldarvellinum í Cardiff og lauk með 2:0 sigri Arsenal.

Þá var Guðni Bergsson á mála hjá Tottenham þegar liðið varð bikarmeistari árið 1991 en Guðni tók ekki þátt í leiknum.

Það verður því stór stund fyrir Hermann í dag þegar hann gengur inn á Wembley-völlinn. Eyjamaðurinn öflugi verður nær örugglega í byrjunarliði Portsmouth í stöðu vinstri bakvarðar en hann hefur átt góðu gengi að fagna með Portsmouth á tímabilinu og reynst félaginu ákaflega vel en Hermann kom til liðsins síðastliðið sumar frá Charlton.

Hermann segir m.a. í samtali við Morgunblaðið í dag að þetta sé stærsti leikur sem hann hafi spilað á löngum ferli og eitthvað sem flesta dreymi um.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka