Um 200 þúsund fagna Portsmouth

Lið Portsmouth á ferð í gegnum heimaborgina með enska bikarinn …
Lið Portsmouth á ferð í gegnum heimaborgina með enska bikarinn í dag. Reuters

Hátt í 200 þúsund manns eru þessa stundina að fagna Hermanni Hreiðarssyni og félögum í liði Portsmouth sem í gær urðu enskir bikarmeistarar í knattspyrnu.

Síðustu tvo tímana hefur lið Portsmouth farið í gegnum borgina á opnum vögnum og sýnt bikarinn, og er nú á opnu útivistarsvæði við ströndina þar sem gífurlegur mannfjöldi fagnar liðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka