Wright-Phillips ætlar að halda kyrru fyrir

Jolean Lescott hjá Everton og Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea eigast …
Jolean Lescott hjá Everton og Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea eigast við. Reuters

Shaun Wright-Phillips, kantmaðurinn knái sem leikur með Chelsea, segist ekki ætla að yfirgefa Lundúnaliðið og er ánægður að þurfa að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.

Orðrómur hefur verið í gangi að Wright-Phillips sé á förum frá Chelsea en hann hefur átt frekar erfitt uppdráttar undir stjórn Avrams Grants og hefur aðeins verið þrisvar í byrjunarliði Chelsea frá því í janúar. 

Wright-Phillips, sem kom til Chelsea frá Manchester City fyrir 22 milljónir punda hefur verið orðaður við sitt gamla félag auk Newcastle og Aston Villa en þessi 25 ára gamli leikmaðurinn segist ekki upp nein áform að fara frá þeim bláklæddu.

 „Ég verð örugglega hjá Chelsea á næsta tímabili. Það hafa verið vangaveltur um mig síðan ég var hj+á City og ég kippi mér ekkert upp við það,“ sagði Wright-Phillips.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert