Næturleikur í Moskvu

Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea íbygginn á svip á æfingu Chelsea-liðsins …
Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea íbygginn á svip á æfingu Chelsea-liðsins í dag. Reuters

Úrslitaleikur Manchester United og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu verður flautaður á klukkan 22.45 á staðartíma í Moskvu annað kvöld eða klukkan 18.45 að íslenskum tíma. Þetta þýðir að kominn verður fimmtudagur í Moskvu þegar úrslitin liggja ljós fyrir.

Fari svo að framlengja þurfi leikinn og úrslitin ráðist í vítaspyrnukeppni verður klukkan langt gengin í 2 að nóttu til í Moskvu þegar meistararnir verða krýndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert