Manchester United var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í þriðja sinn í sögu félagsins. Úrslitin réðust í bráðabana í vítakeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn,1:1, en United hafði betur í vítakeppni, 6:5.
Byrjunarlið Man.Utd: Edwin Van der Sar - Wes Brown, Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Patrice Evra - Cristiano Ronaldo, Paul Scholes, Michael Carrick, Owen Hargreaves - Carlos Tevez, Wayne Rooney. Varamenn: Kuszczak, Anderson, Giggs, Nani, O'Shea, Fletcher, Silvestre.
Byrjunarlið Chelsea: Petr Cech - Michael Essien, Ricardo Carvalho, John Terry, Ashley Cole - Frank Lampard, Claude Makelele, Michael Ballack - Joe Cole, Didier Drogba, Florent Malouda. Varamenn: Cudicini, Shevchenko, Mikel, Kalou, Alex, Beletti, Anelka.