Cech hélt að Terry hefði skorað

Cristiano Ronaldo skorar mark Manchester United gegn Chelsea í gær.
Cristiano Ronaldo skorar mark Manchester United gegn Chelsea í gær. Reuters

Petr Cech markvörður Chelsea hélt í fyrstu að John Terry hefði skorað úr fimmtu vítaspyrnu liðsins í úrslitaleiknum gegn Manchester United á Luzhniki vellinum í Moskvu í gær.

„Frá því sjónarhorni sem ég var þá sá ég Van der Sar valdi rangt horn og að boltinn væri að fara inn. Á því augnabliki þá hélt að ég að úrslitin væru ráðin. En svo fór boltinn í stöngina og það var ótrúlegt fyrir mig,“ segir Cech á heimasíðu sinni.

„Eftir að Ronaldo misnotaði sína spyrnu og Ashley Cole skoraði þá hélt ég að þetta ætlaði að detta okkar megin en því miður varð það ekki raunin. Þetta voru mér gríðarleg vonbrigði. Eg við hefðum verið slakara liðið og tapað leiknum 3:0 þá hefði tilfinningin verið önnur. Ég hefði ekki orðið svona svekktur. En það eina sem við getum gert er að vinna Meistaradeildina á næsta ári,“ segir Cech.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka