Nicolas Anelka er ekki alveg fyllilega sáttur við sinn fyrsta vetur hjá Chelsea en segist vonast til að breyting verði á næsta vetur og að þá fái hann að spila í sinni stöðu, sem framherji.
„Síðan ég kom til Chelsea hef ég spilað á hægri eða vinstri kantinum en aldrei fengið að spila í minni stöðu sem framherji. Ég er auðvitað nýr í liðinu, en næsta vetur verð ég ekki nýr, heldur leikmaður Chelsea og vonandi fæ ég þá a spila frammi,“ segir Anelka sem segist ekki þurfa að sanna eitt né neitt hjá Chelsea, enda alvanur framlínumaður. „Ég hefði alveg getað leikið frammi með Drogba,“segir kappinn.
Hann kom inná í úrslitaleik Meistaradeildarinnar rétt fyrir lok hans og tók síðan síðustu vítaspyrnuna sem var varin og þar með vann Manchester United. „Ég sat á bekknum í 110 mínútur og svo allt í einu var mér sagt að fara inná en þá hafði ég bara náð að hita upp í svona mínútu. Það er allt of stuttur tími,“ segir Anelka