Ferguson er foxillur út í spænsku meistarana vegna Ronaldo

Cristiano Ronaldo smellir koss á Evrópubikarinn sem Manchester United hampaði …
Cristiano Ronaldo smellir koss á Evrópubikarinn sem Manchester United hampaði í vikunni. Reuters

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er bálreiður út í stjórnendur Real Madrid vegna aðferðar þeirra við að reyna að lokka Cristiano Ronaldo til sín.

Ramon Calderon, stjórnarformaður spænsku meistaranna, og þjálfarinn Bernd Schuster hafa báðir lýst yfir áhuga á því að klófesta Portúgalann knáa.

„Real-menn halda að þeir geti troðið öllum um tær og eru gjörsamlega siðlausir. En það tekst ekki gegn okkur,“ sagði Ferguson. „Ef við berum félög saman er siðferði til dæmis Barcelona miklu betra en nokkurn tímann hjá Real Madrid. Real notar dagblaðið Marca sem vopn til þess að hræra í leikmönnum annarra félaga. Real er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Ronaldo, en hin liðin taka ekki þátt í svona rugli,“ hélt Ferguson áfram.

United hefur á undanförnum árum selt Real Madrid leikmenn á borð við Ruud van Nistelrooy, David Beckham og Gabriel Heinze, en skoski stjórinn segist aldrei munu láta Ronaldo af hendi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert