Rangers bikarmeistari í 32. sinn

DaMarcus Beasley fagnar marki sínu á Hampden Park í dag.
DaMarcus Beasley fagnar marki sínu á Hampden Park í dag. Reuters

Rangers varð í dag skoskur bikarmeistari í knattspyrnu í 32. sinn þegar liðið sigraði Queen of the South, 3:2, í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow.

Kris Boyd skoraði tvö marka Rangers og DaMarcus Beasley eitt en Rangers var 2:0 yfir í hálfleik. Queen of the South, sem lék sinn fyrsta úrslitaleik, neitaði að gefast upp. Liðinu tókst að jafna með mörkum frá Stevie Tosh og Jim Thomson en Boyd skoraði sigurmarkið 20 mínútum fyrir leikslok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert