Ferguson hættir innan þriggja ára

Alex Ferguson hampar Evrópubikarnum á loft eftir sigurinn á Chelsea.
Alex Ferguson hampar Evrópubikarnum á loft eftir sigurinn á Chelsea. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United ætlar að hætta störfum innan þriggja áran en Skotinn sigursæli hefur stýrt Manchester-liðinu undanfarin 22 ár.

Ferguson hugðist hætta störfum eftir tímabilið 2001-02 en honum snerist hugur og ákvað að halda kyrru fyrir hjá félaginu. Ferguson verður 67 ára gamall í desember og hann segist ekki ætla að stýra liðinu eftir að hann verður sjötugur.

„Ég ætla ekki að vera knattspyrnustjóri þegar ég verð 70 ára gamall. Svo mikið er víst og ég get fullvissað alla um það,“ sagði Ferguson. „Það kemur sá tími sem maður verður að hugsa um sjálfan sig. Konan mín er farin að eldast og ég verð að hugsa um það. Ég held að hún verðskuldi meiri tíma með mér. Það sem mig langar til að gera eftir að ég hætti er að ferðast til staða sem ég hef ekki komið til,“ segir Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert